Leikskólastúlkan mín

IMG_0178IMG_0184IMG_0177Þessi litla blíða stúlka sem er eins árs og fimm mánaða gömul er altalandi. Þegar hún leit ofan í pottana hjá ömmu sinni í gær sagði hún "Grrrrrænmeti og hrrrrrísgrjón" og hún er víst ekkert smábarn lengur því hún er orðin leikskólastelpa.  Ef hún er spurð hvað leikskólinn hennar heiti svarar hún hátt og snjallt "Klambbbrrrar" Hún er ekkert blávatn hún Katla og fannst bara gaman í aðlöguninni sem hefur varað þessa viku.   Hún er á frábærum leikskóla hjá besta leikskólastjóra í heimi og hún óð inn í hópinn eins og ekkert væri og varð strax vinkona Eydísar fóstrunnar sinnar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæta Kötluskott,

leikskólastelpa, vá. Þó ég viti að þú hafi verið duglegust þá sendi ég mömmu þinnii hlýjar kveðjur þar sem ég veit að þetta getur verið erfiður áfangi ..... a.m.k. fyrir rígfullorðnar nýbakaðar mæður !!!

ein ábending til ömmunnar svo hún skemmi nú ekki fyrir barninu á leikskólanum .... EKKI segja fóstra elsku kellingin mín.

kv. leikskólakennarinn

dia (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 19:21

2 Smámynd: Álfhóll

Takk Díana mín. Skal reyna að muna þetta, en mér finnst bara fóstra svo miklu fallegra orð en leikskólakennari eða uppeldisfræðingur og fyrir mér fylgir því orði ekki síður virðing og viðurkenning. 

Bestu gj

Álfhóll, 1.9.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband