17.8.2007 | 19:42
Ljúfustu vinirnir mínir
Tjara er heimilishundurinn okkar á Stígamótum. Held ég hafi aldri hitt jafn ljúfan og veluppalinn hund. Ótrúlegt hvað hún hefur alltaf góð og mýkjandi áhrif á stemmninguna í húsinu. Verð líklega að viðurkenna að Þórunn samstarfskona mín á heiðurinn af uppeldinu, en við hinar eigum hana dálítið með henni.
Hinn ljúfasti vinurinn minn heitir Katla og er akkúrat núna að borða pasta með afa sínum. Á engan vin sem kúrir jafnoft í hálsakotinu mínu og jafnlengi. Hvað er betri mælikvarði á ljúfkvensku?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.