22.7.2007 | 12:52
Hágæðasumarfrí!
Þessa vikuna ætlaði ég að njóta þess að vera heima og gera ekkert. Ekkertið varð að tveimur boðum út að borða, sumarbústaðaveislum hjá Kristínu systur í Hákoti og hjá Lilju mágkonu í Tungunum ásamt þeim afkomendum mínum sem eru á landinu. Þórsmerkurferð með foreldrum mínum og Sóleyju systur og kærustuparakvöldi með manni sem ég hafði þá verið með í akkúrat 36 ár. Lesendur mega geta hvernig honum gekk á Íslandsmeistaramóti öldunga. Hann er á meðfylgjandi mynd að segja Rósu mágkonu frá úrslitunum. Hún er næstum sú eina sem skilur þessa hlið lífs hans.
Athugasemdir
Já er lífið ekki yndislegt. Þetta er líka að verða eitt yndislegasta sumar sem ég hef lifað. Með litla gutta í viku í Arnarfirði og nú talar hann bara um Hrafnseyri og gistiheimili. Ég er að gera mann úr honum held ég bara.
Garún, 22.7.2007 kl. 16:42
Elsku Garún, treysti okkur báðum til þess að njóta sumarsins í botn, farðu nú samt vel með handleggsbrotið!
Bestu kv.
gj
Álfhóll, 22.7.2007 kl. 18:55
Geri það. Farðu varlega með ekkertið
Garún, 22.7.2007 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.