Hágæðasumarfrí!

IMG_2891IMG_2884IMG_2894Þessa vikuna ætlaði ég að njóta þess að vera heima og gera ekkert.  Ekkertið varð að tveimur boðum út að borða, sumarbústaðaveislum hjá Kristínu systur í Hákoti og hjá Lilju mágkonu í Tungunum ásamt þeim afkomendum mínum sem eru á landinu.  Þórsmerkurferð með foreldrum mínum og Sóleyju systur og kærustuparakvöldi með manni sem ég hafði þá verið með í akkúrat 36 ár. Lesendur mega geta hvernig honum gekk á Íslandsmeistaramóti öldunga. Hann er á meðfylgjandi mynd að segja Rósu mágkonu frá úrslitunum.  Hún er næstum sú eina sem skilur þessa hlið lífs hans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Já er lífið ekki yndislegt.  Þetta er líka að verða eitt yndislegasta sumar sem ég hef lifað.  Með litla gutta í viku í Arnarfirði og nú talar hann bara um Hrafnseyri og gistiheimili.  Ég er að gera mann úr honum held ég bara. 

Garún, 22.7.2007 kl. 16:42

2 Smámynd: Álfhóll

Elsku Garún, treysti okkur báðum til þess að njóta sumarsins í botn, farðu nú samt vel með handleggsbrotið!

Bestu kv.

gj

Álfhóll, 22.7.2007 kl. 18:55

3 Smámynd: Garún

Geri það. Farðu varlega með ekkertið

Garún, 22.7.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband