E.t.v. er sumarfríið best heima!

IMG_2736IMG_2737IMG_2738Ég skal alveg viðurkenna að við Tommi vorum hálfsjúskuð þegar við komum heim í gærkvöldi eftir 1400 km ferðalag um Vestfirði í tíu daga.  Við köstuðum okkur upp í okkar eigið rúm, blessuðum gæði þess og sofnuðum um stund. Vöknum kl. 01.00 og vöktum til kl. 03.00, sofnuðum og sváfum til kl tíu, segist og skrifist tíu! Fórum í bæinn, keyptum kjól og sólbekk og fórum í kaffi í Sóltúnið til mömmu og pabba.  Tommi fór í golf og ég skrúfaði saman bekkinn og um kvöldið safnaðist saman á Hólnum mjög mikilvægt fólk í okkar lífi, Lilja og Guðmundur, tvíburarnir og Rósan.  Fyrsti virki dagurinn sem við erum bæði í fríi heima hjá okkur. Alveg sérstök tilfinning.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband