17.6.2007 | 17:32
Kristín Tómasdóttir er með BA í sál- og kynjafræði
Til hamingju Krissan mín með áfangann. Á meðfylgjandi myndum má sjá Kristínu með föður sínum og systrum, með Heklunum sínum, Garðar kærastann hennar með foreldrum og bróður sem komu á Hólinn í fyrsta sinn, nokkur létt spor og svo Kristín að taka á móti ömmu sinni og afa. Systur hennar gáfu henni myndband með svipmyndum úr lífi hennar. Það var held ég ekki þurrt auga í stofunni. Gott kvöld með sjötíu góðum ættingjum og vinum.
Athugasemdir
Til hamingju, öll fjölskyldan, með stúlkuna.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.6.2007 kl. 20:02
Kærar þakkir fyir frábærar móttökur. Mikið var gaman að vera hjá ykkur. Ég segi eins og hann Garðar: það verður erfitt að toppa þetta!
Með bestu kveðju frá öllum á Langholtsveginum.
Móðir Garðars og tengdamóðir Kristínar
Guðbjörg Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 15:37
Takk fyrir síðast sömuleiðis.
Gott að fá ykkur í heimsókn.
kv. Guðrún
Álfhóll, 18.6.2007 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.