6.6.2007 | 21:52
Ábendingar vel þegnar
Svona er staðan á Álfhóli núna. Bigginn í bænum og bræðurnir að skipuleggja Evrópureisu með frúnum sínum. Við ætlum að fara niður Rínardalinn, í gegnum Alpana, niður á Ítalíu og meðfram Miðjarðarhafsströndinni og eitthvað fleira og stoppa í nokkra daga þar sem okkur líður vel. Allar ábendingar um skemmtilega staði, góðar bílaleigur, persónulegar heimagistingar á óvenjulegum stöðum, spennandi matargerð, óvenjulega siglingu og góða naglasnyrtingu eru vel þegnar.
Undirbúningsnefndin
Athugasemdir
Það var lagið.
Líst vel á þetta hjá ykkur. Ég hefði viljað gefa ráð um nokkrar góðar klifurleiðir í Ölpunum, en af tillitsemi við mömmu Steinu, þekkjandi þá bræður, þá læt ég það ógert.
Ég vænti að þið verðið dugleg að láta okkur börnin ykkar vita af ferðum ykkar og hvar þið dveljið. Annars förum við að hafa áhyggjur af ykkur einhverstaðar í reiðuleysi í útlandinu.
Árni Birgisson, 6.6.2007 kl. 23:11
Takk fyrir góðar kveðjur. Ég held Árni minn að það eigi ekki fyrir okkur að liggja að klifra saman. Veit ekki hvort mér þótti vænna um þig þegar þú bauðst mér með á Hvannadalshnjúk, eða þegar þú forfallaðist á síðustu stundu við að bjarga fólki úr hamförum í Afríku svo ferðin var aldrei farin. Síðan get ég alltaf sagt að það sé Árna að kenna að ég hafi aldrei farið á Hnjúkinn.
Álfhóll, 7.6.2007 kl. 09:30
Var ekki Hnjúksferðinni bara tímabundið frestað? Við erum bara að undirbúa okkur fyrir þá ferð, sem við í raun ættum að fara að fastsetja á dagskrá.
Árni Birgisson, 7.6.2007 kl. 10:14
Oh þetta er ein af uppáhaldsleiðunum okkar. En okkur finnst alltaf ævintýri að stoppa http://www.garmisch-partenkirchen.de/de/index.html?index=01 Mæli með þessu og góða ferð
Ókunnug kona (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 09:18
Ljósvellingar mæla með Frankfurt Hahn. Einstaklega líflegur bær, iðandi af mannlífi og aðlaðandi í alla staði. Mikilvægt að hafa góðan tíma þar...
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 00:40
Kærar þakkir ókunnuga kona fyrir ábendinguna, hljómar mjög vel, elska Alpana.
kv. gj
Álfhóll, 9.6.2007 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.