5.5.2007 | 18:21
Nafnarnir
Smáinnlegg í raunveruleikafjölmiðilinn Álfhól:
Akkúrat núna eru Tommarnir mínir úti í garði í golfi og búnir að vera þar í tvo tíma. Gamli þjálfarinn dekrar drenginn eins og dætur sínar í gamla daga. Hann stillir upp hverri kúlu og segir honum til í hverju höggi. Í fyrra sagði afinn að drengurinn hitti nánast í hverju höggi. Þá var Tommsinn bara þriggja. Núna er ég farin að óttast að hann meiði fólk úti á gangstétt, eða skemmi bíl, slíkur er höggkrafturinn. Held að maðurinn minn hafi sjaldan haft áhugasamari nemanda.
Athugasemdir
Ég er þakklát fyrir alla tæknilega aðstoð sem þú getur látið mér í té mín kæra...
Halldóra Halldórsdóttir, 5.5.2007 kl. 19:52
úff,
verð að kommenta á þessar umræður ykkar Dóru - þekkjandi ykkur báðar mjög vel þá bið ég ykkur fyrir alla muni að vera ekki að eyða kröftum ykkar í að grúska tvær í tæknilegum atriðum hvað tölvur varðar - óttast að á einhvern óskiljanlegan hátt gæti það haft ófyrirséð áhrif á okkur hin saklausu netnotendur. Haldið frekar áfram að bjarga heiminum.
Verandi ekki mikil gólfáhugamanneskja þá verð ég nú samt að segja að mér finnst spidermangallinn mun flottari heldur en köflóttistíllinn sem gæjarnir með eitthvað í forgjöf klæðast...
kv
diana (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 23:02
En frábærar myndir :) Og golf er líka bara þrælskemmtilegt, ekki síst ef maður hefur svona áhugamann með sér :)
kv, Inga samstarfskona :)
Ingibjörg Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.