29.3.2007 | 16:13
Boðberar válegra tíðinda........
Ég er farin að halda að átt hafi verið við stjórnstöð þessa fjölmiðils. Veit ekki hver eða hvers vegna, en alla vega get ég ekki sett inn myndefni lengur! Mér dettur ýmislegt í hug. Ég hef í vinnusamhengi lent í bíræfnum glæponum sem hafa óbeint hótað að vinna gegn mér. Svo er annað fólk og mér nákomnara sem er því miður til alls víst.
Þannig hefur ein dætra minna sett spurningamerki við ljósmyndunarhæfni mína og það myndefni sem notað hefur verið til þess að skreyta Álfhólssíðuna. Er þetta ekki dæmigert fyrir fólk sem ekki vill horfast í augu við eigið útlit og kvartar yfir myndasmiðnum? Það vill til að ég þekki það vel í öðru samhengi að boðberar válegra tíðinda eru ekki vinsælir. Ég harka því af mér.
Mér finnst synd að geta ekki sett inn myndir lengur, er með safn mynda af fjölskyldunni sem ég hefði gjarnan viljað koma á framfæri.................
Athugasemdir
Reyndu endilega að gera allt sem þú getur til að koma inn hinum framúrskarandi myndum sem þú lumar á. Ég bíð spennt
Thelma Ásdísardóttir, 29.3.2007 kl. 17:10
Ps. og ég er viss um að dætur þínar bíða spenntar líka
Thelma Ásdísardóttir, 29.3.2007 kl. 17:11
Senniilega skemmdarverk! (samsæriskenningar eru svo heillandi og skemmtilegar) Gaman að hittast á þessum vettvangi líka.
Halldóra Halldórsdóttir, 29.3.2007 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.