19.3.2007 | 12:23
Hún á afmæli hún Katla!
Úrvalssenur af barnabörnum frá því um helgina. Hjartagull sá um eftirrétt í gærkvöldi þegar Kristín systir og Kristján voru í mat. Það voru gult, rautt og appelsínugult hlaup sem hún bar fram af mikilli ánægju, skildi smá eftir handa mömmu sinni sem hún hlakkaði mjög mikið til þess að sjá, eftir 8 daga aðskilnað. Tommi sem segist aðallega hlusta á hræðilegar sögur og horfa á voðalegar myndir, velti fyrir sér hvað hefði orðið um þau systkinin ef við hefðum líka farið til útlanda og líka Þóra og Kristín og langamma og langafi? Og líka Margrét og allir aðrir sem hefðu getað passað þau. Hvað þá? Þau systkinin fóru í morgun kl. 9 og svo kom afmælisstúlkan með tíkó og sofnaði i hálsakotinu á ömmu sinni. Hér er flaggað í dag!
Athugasemdir
Til hamingju með daginn Katla ofurkrútt og auðvitað til hamingju amma með fallegu Kötlu þína. Við mæðgur skellum fána út í garð í tilefni dagsins.
kv. Día og Guðrún Edda sem bíður og bíður eftir sínu afmæli en var hinsvegar með tígó í gær (frekar stutt síðan það var hægt).
diana (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 15:25
Gvuð hvað þetta eru falleg börn.
Til hamingju með litla afmælisbarnabarnið. Hún er yndisleg með tíkó.
Dagný Rut Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 23:45
Sæl. Datt inn á þessa síðu frá Sigmari. Mikið eru þetta einlægar og fallegar myndir af börnunum. Börn eru yndisleg...
Sveinn Hjörtur , 20.3.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.