Í samband aftur eftir viðrun í New York

Jæja gott fólk. Eftir sambandsleysi í nokkurn tíma vegna týnds lykilorðs er ég komin aftur inn í vafasama netheima.  Síðan síðast er ég búin að viðra mig í New York.  Fór þangað sem fulltrúi Íslands og Stígamóta á  fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Hélt tvö erindi, annað um kvennalistana á vegum íslensku sendinefndarinnar og hitt á vegum Coalition Against Trafficking of Women þar sem ég talaði m.a. um slaginn við klámiðnaðinn.  Finnst merkileg tilfinning að ganga um Sameinuðu þjóða bygginguna og hlusta á og ræða við fólk sem eins og ég lifir og hrærist í kynjaðri veröld.  Til mín kom svo ástkær eiginmaður minn í lokin og svo skemmtilega vildi til að Rachel Paul, mín kæra góða vinkona frá Indlandi/Noregi var í New York vegna Íraksverkefnis.  Ferðin var því hin ánægjulegasta.  Nú er ég lent heima á Fróni og komin á kaf í skemmtilegt rútuverkefni, meira um það á öðrum vef.

Skelli inn myndum af Kötlunni minni og annarri af henni og mömmu hennar, ömmu og langömmu að dáðst að henni og svo af Hlunkinum mínum.  Um helgina verða stóru krakkarnir mínir hjá mér  þar  sem foreldrar þeirra eru í útlöndum.  Sæli þau á eftir.

IMG_2006IMG_2056IMG_2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dætur mínar, hvernær ætliði að hjálpa mér að laga þessa toppmynd á síðunni, ekki alveg að gera sig? Hjálp

Síðueigandinn

Guðrún (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 16:16

2 identicon

Já hvað segiru.. var Rakel í N.Y. vegna Írakverkefnisins... hvaða hluta verkefnisins hefur hún umsjón með? Innrásinni eða sprengjuhlutanum? Þau Blair hljóta að finna lendingu í þessu verkefni. Annars er Rize voðalega mikið að skipta sér af verkefninu núna.

Þóra (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband