Fjölskyldulíf á Hóli

Mamma er á Kanarí með vinkonu sinni, frábært.  Pabbi treystir sér ekki með og í gærmorgun hringdi ég og bauð honum í mat.  Takk, svaraði pabbi, verða gestir?  Ég sagði honum sem var að það væri bara morgun, venjulega gerðist mikið á einum laugardegi á mínu heimili.  Ég fór í vinnuna og held að ég hafi m.a. skrifað 6 milljón króna bréf og Tommi tók út lifandis ósköp af lambakjöti.  Datt í hug að það væri upplagt að frysta eitthvað í nýja ískápnum - fyrirhyggja sem við höfum ekki sýnt í um þrjátíu ár.  Svo fór ég að undirbúa matinn og lagði á borð fyrir fjóra.  Ljóst var að minnsta grjónið í fjölskyldunni ætlaði að vera hjá ömmu og afa um kvöldið.  Það streymdi hlýja um mig þegar  ég tók til hennar disk og smekk og glas og stólinn sem Pétur frændi fékk fyrir rúmum 20 árum og er enn í notkun fyrir börnin í fjölskyldunni. 

Þá hringdi Hrossið mitt hún Krissa Hryssa og spurði hvað við værum að gera.  Komiði í kjötsúpu sagði ég, glöð að fá þau.  Garðar var kosningastjóri Röskvu og þau unnu stúdentaráðskosningarnar.  Hafði ekki séð hann síðan og hann kom enn ekki upp orði vegna álagsins við að fagna kosningunum tveimur dögum fyrr.  Ég bætti tveimur diskum við á borðið og hélt áfram að elda.  Þá kom Tommi innan úr herbergi með stækkunarplötuna á borðstofuborðið og bætti við þremur diskum.  Aart var að læra  og Sóley var á leiðinni með Hjartagullið mitt og Tommsann minn.   Þegar þetta er skrifað er kominn sunnudagsmorgun og Katlan mín er enn  sofandi inni í rúmi.  Afi hennar kemst ekki fram til mín í kaffi, því Kötlu finnst best að halda í putta þegar hún  sefur, svo þá bara liggur hann þar til hún vaknar.  Hlakka til þegar það fer að heyrast í henni, þá ætla  ég inn að knúsa þau. 

IMG_1928IMG_1931


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag, ég rakst á þessa síðu á flakki um netið og varð bara að skilja eftir smá athugasemd. Það er yndislegt hvað það er mikil jákvæðni og hlýja í þessum skrifum, gott að fara inn í daginn eftir að hafa lesið um svona mikla ást og fallegar hugsanir. Hafið það sem allra best.

 kv,

Birna Dís (ókunnug) 

Birna Dís (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 09:57

2 identicon

Langar alltaf að bruna Álfhól þegar ég les bloggið þitt Guðrún mín.

Lilja hennar Krissu.

Lilja (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 10:40

3 identicon

Æji, þetta átti auðvitað að vera bruna á Álfhol.

Lilja.

Lilja (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 10:53

4 identicon

Burgerinn kemur vel út, það væri synd að segja annað!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband