Ný byrjun?

Ég fékk hræðilega martröð um daginn úti í NY. Það var nóttina áður en ég hélt innleggið mitt og ég svaf ekki meira þá nótt.  Mig dreymdi að ég horfði á orustuflugvél hrapa rétt hjá mér.  Það voru herþyrlur á sveimi og ég vissi að ég var í mikilli hættu.  Dóra hin djúpvitra samstarfskona mín reyndi að hugga mig og sagði að þetta gæti bara verið nýtt upphaf að einhverju.  Ég gæti hafa verið að jarða gamlan hugsunarhátt eða starfsaðferðir.  Hef hangið á því síðan. 

Á hverju ári opnum við nýjar listasýningar á Stígó.  Áðan kom Abba gömul skólasystir mín úr líffræðinni til mín á Stígamót að hengja upp eftir sig dásamleg málverk í "mínu herbergi".   Hún kom með svani sem eru að þenja vængina og hefja sig til flugs.  Hvílíkar undraskepnur.  Svanir, svo miklar hlussur en samt svo glæsilegir þegar þeir taka flugið. Svo blíðir en samt svo grimmir.  Svo tignarlegir og kraftmiklir.  Kraftgjafar........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband