Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Katlan á leið á Klambra


Við vorum að vinna

Lítil stúlka er búin að vera hjá ömmu og afa í nokkra daga á meðan mamma hennar hefur verið í útlöndum.  Við höfum ekkert verið of lengi í vinnunni og leikskólanum, heldur höfum við verið að vinna svolítið hérna heima við Katla. 


Í hestamennsku með fjölskylduna!

IMG_3297IMG_3298IMG_3301IMG_3295Ég fór í langþráða hestaferð með Hjartagullinu mínu og Ástu vinkonu á sunnudaginn.  Við Ásta elskuðum hestamennsku þegar við vorum stelpur,en það  eru u.þ.b. 40 ár síðan við fórum síðast saman á hestbak. Annsan mín fannst mér eins og mamma hennar endurfædd þegar við vorum með Andvara í fóstri í gamla daga á Laugarbakka í Miðfirði.  Hún naut sín til fullnustu, datt inn í eigin heim eins og mamma hennar gerði þegar henni leið virkilega vel.  Mikið rosalega var þetta gaman. Í hestamennsku með fjölskylduna!

Eðalhelgi!

IMG_0423IMG_0418IMG_0426IMG_0422Hér kasta ég út í loftið myndum af fólkinu sem nærir mig alltaf þegar  ég hitti  það.  Því miður voru myndir af sumum svo hræðilegar að jafnvel ég kaus að birta þær ekki í þessum fámiðli.  Við hittumst til þess að skoða myndir frá síðustu ferðum og til þess að ræða hvar við ættum að halda undirbúningsfund fyrir ævintýri næsta árs.....Við erum ekki alveg ákveðin svo það er rétt að funda meira........

Operation Geysir, say no more...........

IMG_0411

Hjartagullið mitt er 8 ára í dag..............

IMG 3096

Það var ný vídd í tilveruna að verða amma. Barnabarnið sem ég hef átt lengst og hefur þar af leiðandi glatt mig mest er hún Anna mín.  Mér hlýnar allri bara af að hugsa til þessarar blíðu og kláru og skemmtilegu stelpu.  Er að velta ýmsu fyrir mér í gjafamálum........... En vil gjarnan fá uppástungur  um góða afmælisgjöf...........


Frá Kangarlussiak......

Ógleymanlegri ferð er lokið.  Íslensku innleggin og Stígamótamyndin okkar slógu í gegn, það var bara ekkert öðruvísi og við vorum í sigurvímu...........  FrábærtIMG_0389IMG_0398IMG_0304

Grænlandsleiðangur

IMG_0292Er að fara til Grænlands í fimm daga á ráðstefnu Nordiske kvinner mot vold. Samtaka sem ég stofnaði við mitt eigið eldhúsborð í Noregi árið 1994.  Við hittumst árlega konur frá ca 200 kvennaathvörfum á Norðurlöndunum, margar þeirra gamlar og góðar vinkonur mínar og  á hverju ári kynnist ég nýjum valkyrjum.  Ég ætla að  halda erindi um  efni sem mér þykir bæði mikilvægt og ferskt og hlakka til að sjá hvernig það fer í samstarfskonur mínar. Kristbjörg samstarfskona mín ætlar að frumsýna nýju Stígamótamyndina sína.  Svo ætlum við aðeins að skreppa í Moskussafari og út á innlandsísinn í Kangerlussuak á vesturströndinni.  Verð að segja að vinnan mín er ekkert sérlega leiðinleg. 

Hann er áttatíu og þriggja hann pabbi.....

2003 í Eystlandi mamma og pabbi1963 pabbiIMG_2884Karlinn á þessum myndum er búinn  að vera vinur minn frá því að ég fæddist.  Ég man ekki eftir því að hann hafi skammað mig nema einu sinni þegar ég ætlaði út á gamlárskvöld með mislinga.   Svona í svipinn man ég ekki eftir því heldur að ég hafi skammað hann nokkuð sérstaklega mikið.  Við höfum fyrst og fremst verið vinir......  Á fyrstu myndinni er hann með mömmu í Noregi, á annarri myndinni er hann ótrúlega líkur Gumma sonarsyni sínum og á síðustu myndinni er hann með okkur mömmu og Sóleyju systur í frábærri Þórsmerkurferð í sumar.  Það sést alveg á myndinni hvað hann er heillaður af landslaginu. Það er eitt af því sem hann kenndi mér að dást að fegurð náttúrunnar..........Hann er maður dagsins á Álfhólsfjölmiðlinum.

Á Álfhóli er best!

Lítil stúlka var að byrja á leikskóla og á meðan mamma hennar var með henni fyrstu vikuna var hún alsæl. Svo fór mamman að hverfa og þá ákvað Katlan mín að hún væri búin að fá nóg af þessum leikskóla.  Einn morgun sem oftar var hún heima á Álfhóli og þar sem amman varð að vinna,  hafði hún bara ofan af fyrir sér sjálf.  Ekkert finnst henni skemmtilegra en að horfa á eina myndbandið sem er í boði fyrir hana, en það er eldgömul spóla sem heitir Söngvaborg. Henni finnst eins og allri fjölskyldunni, besti staðurinn í húsinu vera bólið hennar ömmu sinnar og hún elskar bækur.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband