Að verða tveggja ára

Ég keypti afmæliskjól í útlöndum fyrir minnstuna mína.  Hún er að verða  tveggja  ára og við erum dálítið að undirbúa.  Það sem heillar hana  mest er að mamma hennar ætlar  að kaupa  blöðrur og hún  ætlar  að bjóða Önnu og Tomma.  Hvað lífið getur  verið einfalt og gott

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæta minnstan þín getur líka alltaf leitað ráða hjá G.E. - aldrei leiðinlegt að undirbúa afmæli finnst yngsta meðlimnum á þessum bæ. Mikið fjör þessa mánuði enda endalaus afmæli í kringum okkur í febrúar og mars. Það þarf að velja pakka, pappír, skrifa á kort, spá í blöðrur, föt, hvernig afmælissönginn skal syngja, hve mörg kerti á að blása á o.s.frv.

Láttu bara Kötluna hringja í G.E. og þær slá upp veislu með blöðrum og alles. Kötlumamman þarf ekkert að koma nálægt þessu.

velkomin heim...

dia (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 00:19

2 identicon

Hún er sko alveg dásamleg sú yngsta verst hvað maður fær að sjá hana sjaldan 

Bíddu bara þangað til hún verður þriggja ára þá snýst lífið ekki um annað en afmæli og risa risa risa- stóra pakka.  Minn fór til dæmis að háskæla um síðustu helgi þegar við fórum í 8 ára afmæli Benedikts frænda hans þar sem móðirin keypti ekki risa risa stóran pakka handa honum.  Reynið bara að útskýra fyrir einum þriggja ára að peningur sé efstur á óskalistanum hjá 8 ára guttum :)

Bestu kveðjur frá mér og strákunum mínum.

Snjólaug frænka (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:27

3 Smámynd: Álfhóll

Gott að heyra í ykkur ungamömmum um barnaafmæli.  Við munum ekki hittast síðar en á Ísó með börnin okkar Snjólan mín og örugglega miklu fyrr.  Mikið hlakka ég til.  Ykkur Nöfnu mína langar mig að hitta í opna húsinu strax á morgun Díana mín.

Álfhóll, 6.3.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband