Um sveitir Indlands og Taj Mahal...

17.12.07Ferðaáætlunin um Rajasthan er klár Ég ætla að viðurkenna það sjálfri mér til skelfingar að ég hef neitað að hjálpa stórslösuðum manni, handalausum manni, slatta af fótalausum mönnum og óendanlegum fjölda af fátækum svöngum og köldum börnum, sum sum hver eru mun yngri en Tommsinn minn.  Svona er ég orðin aðlöguð =  harðsvíruð.  Það er engin leið að bregðast við öllum þeim áreitum sem við verðum fyrir hér, mér hefur dottið í hug öðru hverju að fá Unichef á Íslandi í lið með mér og kippa til mín þessum börnum, en veit að það er ekki svona einfalt.  Í ferðabókum og bæklingum er fólk beðið um að gefa ekki betlurum, heldur styrkja samtök sem nýtast fjöldanum. Hljómar gáfulega, en hér eru engin samtök búin að gefa sig fram við mig og ég sé ekki að þau séu að hjálpa og mér líður ekki vel með ástandið. En er búin að  mynda skæni af skel sjálfri mér til varnar.   Ég er búin að engjast yfir því að við munum ekki komast yfir alllt sem í boði er hér á Indlandi á 12 dögum.  Var að spá hvort við myndum ná 18 daga  ferð Sóleyjar systur ef við spýttum í...........  eða hvort við ættum að ná Vasivira eða fara upp í Himalaya eða allt þetta.  Það er nokkuð einkennandi fyrir okkur hjónin að þeysast áfram  til þess að sjá  sem allra  mest, en verandi á Indlandi er ómögulegt að komast yfir nema örlítið sýnishorn.  Við  erum þess vegna búin að ákveða að taka því rólega og njóta þess sem við skoðum og taka góðan tíma.  Muna að við erum í fríi en ekki í akkorði. 
Við vorum að ganga frá samningi við bílaleigufyrirtæki  sem ætlar að senda til okkar bíl og einkabílstjóra kl. 7.30 í fyrramálið.  Bílstjórinn mun keyra með okkur til Agra til þess að skoða  Taj Mahal og svo áfram í þjóðgarðinn Keoladeo Gahna sem jafnframt er fuglaparadís.  Þar ætlum við að halda  til í tvo daga og færa okkur svo yfir í annan  þjóðgarðRanthambhore þar sem eru tígrisdýr og fleira skemmtilegt.  Svo  förum við Jaipur og verðum þar í tvær
nætur og komum aftur til Dehli þann 24. desember.  Þetta eru ekki nema um þúsund kílómetrar ef við skiptum ekki um skoðun.  Hvílíkur léttir að vera loksins búin að gera grófa ferðaáætlun.  Hvað er það að þeystast um Evrópu miðað við það að átta sig á indversku samfélagi. Við vorum að ganga frá samningi við bílaleigufyrirtæki  sem ætlar að senda til okkar bíl og einkabílstjóra kl. 7.30 í fyrramálið.   18. desember 2007 Taj Mahal og Rajasthan  
Lögðum af stað í ævintýraferðina snemma í morgun.  Til okkar kom ákaflega þægilegur maður á ákaflega þægilegum bíl og hann kallar okkur Sir og madam hummmmmmmm,   ekki alveg stíllinn okkar.  Maðurinn ætlar að vera okkur til aðstoðar í heila viku.  Það er ótrúlegur léttir að þurfa ekki að velta fyrir sér lestum, rútum, leigubílum og leiðum heldur njóta þess bara að fá aðstoð. Líklega er alskemmtilegast bara að keyra um sveitirnar hérna og fylgjast með iðandi mannlífinu.  Á götunum eru bílar, hestar, hjólakerrur, beljur, geitur, apar, einn úlvaldi, reiðhjól og fullt af gangandi fólki.  Við fórum til Agra og skoðuðum Taj Mahal eins og allir aðrir.  Verulega fallegt  Svo skoðuðum við Agravirkið og skelltum
okkur svo inn á hótelið Bagh sem er gamall herragarður, í sama stíl og Taj Mahal.  Ákváðum að hvíla okkur á áreitinu og vera á þægilegum stað. Ég hef aldrei verið á fínna eða fallegra  hóteli..........Í fyrramálið ætlum við í fuglagarðinn..................  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku samstarfskona, gaman að lesa bloggið þitt, ég fer alveg til baka í mörgu sem þú ert að skrifa um. Landið, fólkið og menningin kallar fram þvílíkar tilfinningar og hugsanir um lífið og tilveruna.

Ég var að koma heim í gær eftir tveggja vikna dvöl í slökun og dekri. Var ekki á eins spennandi stað og þú en er alsæl og kúkabrún. 

faðmið Indland frá mér-

Kristbjörg

Kristbjörg (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 11:39

2 Smámynd: Álfhóll

Gott ad heyra fra ther. Hef oft hugsad til thin. 

Gott ad thu ert hvild og glod, veifa yfir sveitirnar fyrir thig.

Bestu kv.

Gudrun

Álfhóll, 19.12.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband