Okkar eigin “Passage to India”

Sunnudagurinn 15.des. 07

 IMG_0275Þegar við yfirgáfum Kathmandu var ég viss um að það hefði verið gert hreinsunarátak í borginni.  Það var búið að moka upp heilmiklu af ruslahaugum.  Ég hafði lesið um það í Napali news að vegna einhvers konar lömunar í stjórnkerfinu hefði ruslið verið látið liggja.  Tommi fullyrðir að borgin hafi ekki breyst, heldur hafi ég sjóast.  Ég held ekki.  Fannst samt gott að fara frá Nepal í sólskini og veifaði til tignarlegra Himalaya fjalla á leiðinni út völl.   Við hengum svo á flugvellinum í sex tíma áður en við komumst í loftið. Dagsverkið fólst í því einu að koma okkur hingað á Icon Villa hótelið í Nýju Dehli.  Hótelið er ekki langt frá flugvellinum, svo við vitum ekki hvað bíður okkar.  Búin að panta mat á herbergið og ætlum að upplifa okkar eigin einka útgáfu af þessu dulúðuga og yfirþyrmandi landi.  Hlökkum mikið til, en erum líka dálítið kvíðin vegna framandleikans.    

Mánudagurinn 16. des. 07

Dehli 

Sit enn á herberginu okkar og reyni að setja mig inn í menningarmuninn á milli samskipta á Íslandi og hér á Indlandi.  Lonely Planet hefur verið ómetnalegur stuðningur og hefur bjargað okkur frá alls kyns gildrum sem við hefðum getað lent í.  Ergilegt en ögrandi að geta ekki bara slappað af og notið nýrra aðstæðna.  Það voru gerðar nokkrar tilraunir til þess að svindla á okkur á flugvellinum og á leiðinni á hótelið.  Hótelið sem Lonely planet hafði mælt með kostaði mun meira en bókin sagði til um og þeir buðu okkur að láta sækja okkur á flugvöllinn fyrir 1450 kr. Leigubíllinn sem við tókum ein og sjálf kostaði hins vegar bara 265 kr.  Þar af leiðandi veit ég að við getum ekki beðið hótelið um að útvega bíl og bílstjóra til þess að skoða borgina, án þess að borga fyrir það margfalt verð.  Sem betur fer mælir bókin með ákveðnum bílaleigum og ferðaskrifstofum.  Best að fara að setja sig inn í það.....  Það verður spennandi að vita hvort upplifunin af Kathmandu hafi ekki verið góður undirbúningur fyrir Dehli........... hver veit?    

Um kvöldið: IMG_0292IMG_0294Eitthvert gáfumennið sagði einhverju sinni að eftir eina viku á nýjum stað væri hægt að skrifa um staðinn heila bók, eftir mánuð væri hægt að skrifa einn kafla um staðinn, eftir eitt ár aðeins formála að bók.  Gáfulegt, en samt eru fyrstu kynni mikilvæg.

Kathmandu var frábær undirbúningur fyrir Indland....  Höfum auðvitað bara verið hér í einn dag, en héru falleg stræti, garðar, ótrúlegar byggingar, fullt af fólki sem hefur það ágætt og margt fólk sem býr við hræðilega eymd.  Ætluðum á Tourist Information og vorum stórhneyksluð á því að hún var lokuð, þrátt fyrir að það stæði á hurðinni að hún ætti að vera  opin alla virka daga. 

Skelltum  okkur þá inn í Gömlu Dehli, þar var ótrúlegt mannhaf........ fannst öll íslenska þjóðin geta verið með nokkra sölubása á  markaðnum....... Skoðuðum Rauða virkið......... svakalegt mannvirki sem talið er vera teiknað af  sama arkitekt og Thaj Mahal.  Skildum ekkert í því að fólk streymdi inn í virkið þó það stæði skýrum stöfum að það væri lokað á mánudögum.  Spurði meira að segja einn vörðinn hvort það væri ekki örugglega lokað á mánudögum og hann játti því ákveðinn á svip en samt streymdi fólkið áfram.  Þóttumst hafa lært að á Indlandi væri ekkert að marka tímasetningar – þar til við sáum í sjónvarpinu áðan að það er sunnudagur í dag.  Erum sannarlega komin í alvöru frí þegar við erum hægt að vita hvaða dagur er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Það er mikil "útvíkkun" í gangi hjá þér heyri ég - þessi gríðarlegi menningarmunur hlýtur að reyna á. Já - ég er að fara í frí en vil endilega koma og sjá þig strax eftir áramót - sennilega á miðvikudagsmorguninn - þá er smápláss til að fá fyrstu fréttir. Hafið það áfram sem allra best bæði tvö.

Halldóra Halldórsdóttir, 16.12.2007 kl. 18:52

2 Smámynd: Árni Birgisson

Komið þið sæl ævintýrafólk.  Þetta er náttúrulega bara snilldar ferð hjá ykkur. 

Mig langaði bara að segja ykkur frá smá inngripi varðandi jólaskreytingarnar á Álfhól.  Ég heyrði í karli föður mínum áðan þar sem hann var staddur í Byko að sækja sér spotta og einhverja varahluti í ljósaseríuna, sem þrátt fyrir mikla natni húsbóndans við uppsetningu, varð undan að láta í veðurofsanum í síðustu viku.  Pabbi vildi nú meina að hann kannaðist við spottana sem Tommi notaði í uppsetningunni.  Var alveg klár á því að þeir væru frá afa Jóni komnir.  Sem sagt Birgir heldur uppi heiðrur afa Jóns og er að dedúa á heimilinu í ykkar fjarveru.  Ætli hann lagi svo ekki reiðhjólin ykkar og máli yfir hugsanlega ryðbletti á bílnum.  Þið skulið ekki hafa neinar áhyggjur.  Hann hlýtur að eiga svipaðn lit og bíllinn. 

Með kveðju í góðri minningu um af Jón.

Árni frændi

Árni Birgisson, 17.12.2007 kl. 10:30

3 identicon

Sit á flugvellinum í Osló og rifja upp allt sem þið sögðuð frá úr Lommedalen um árið. Dásamlegt að sjá næmi þitt og tilfinningu blómstra enn einu sinni og  enn betra að fá að ferðast með ykkur í huganum.

 Reynið samt ekki að toppa mömmu og pabba með því að óska okkur gleðilegra jóla á sunnudaginn. Muna bara að jólin eru næsta mánudag, sama dag og safnið er lokað.

Knús, Margrét

Margrét systir þín (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 11:28

4 Smámynd: Álfhóll

Elsku 'Arni og Margret.  Takk fyrir godar kvedjur, Gott ad Bigginn stendur husbondavaktina og Margret min.  Lommedalen er ansi fjarlaegur i hugum okkar,  en vinkadu thangad fyrir mig

Bestu kv.

Álfhóll, 17.12.2007 kl. 12:27

5 identicon

Jæja þá er ekki víst að kona geti skrifað ykkur margar athugasemdir á næstunni. Kona og karl eru náttúrulega á leið til Dóminíska í nótt. Ég held að við höfum aldrei verið jafn langt í burtu frá hvort öðru? Getur það ekki verið?

Setjið nú inn fleiri myndir af Delí og ævintýrum dagsins. Næ kannski að skoða það áður en ég bruna út á völl.

 Kveðja Krissa Hryssa

p.s ég er hræddust um að það verði ekki flogið- veðrið er hvílíkt!!! Njótið veðurblíðunar, það ætlum við a.m.k að gera!

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband