Á Álfhóli er best!

Lítil stúlka var að byrja á leikskóla og á meðan mamma hennar var með henni fyrstu vikuna var hún alsæl. Svo fór mamman að hverfa og þá ákvað Katlan mín að hún væri búin að fá nóg af þessum leikskóla.  Einn morgun sem oftar var hún heima á Álfhóli og þar sem amman varð að vinna,  hafði hún bara ofan af fyrir sér sjálf.  Ekkert finnst henni skemmtilegra en að horfa á eina myndbandið sem er í boði fyrir hana, en það er eldgömul spóla sem heitir Söngvaborg. Henni finnst eins og allri fjölskyldunni, besti staðurinn í húsinu vera bólið hennar ömmu sinnar og hún elskar bækur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

o mér hlýnar um hjartarætur þegar ég heyri þetta þvi við Guðrún Edda áttum mikið af okkar fyrstu og skemmtilegu tímum saman með þessari söngvaborg.

Litla Kötluskinn mikið skil ég vel að þú viljir vera oft hjá ömmu á Álfhól - svo verður líka bráðum gaman á leikskólanum. En bendi mömmunni á að ég hef heyrt að sumar mömmur byrji bara að vinna á leikskólanum ef það er það sem barnið vill - ... bara svona hugmynd.

kv.

dia (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 19:51

2 Smámynd: Álfhóll

Díana mín, það voru nú ekki allar jafnánægðar með þessa mömmu sem bara fór að vinna á leikskólanum með barninu sínu............ Samstarfskonum hennar þótti svakalegt að missa hana þó þær hafi skilið þetta með barnið.  En ef þú rekst á þessa skrýtnu mömmu, segðu henni þá að það séu nokkrir möguleikar á að hún geti fengið gamla starfið sitt aftur, fyrst barninu finnst orðið svona gaman á leikskólanum.  Það þarf að bæta við góðu starfsfólki í vinnunni hennar..............

Álfhóll, 9.9.2007 kl. 08:27

3 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Þetta líst mér á! Upprennandi bókaormur hér á ferð...

Thelma Ásdísardóttir, 10.9.2007 kl. 23:41

4 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Svona erum við konurnar - getum gert ótal hluti á sama tíma;horft á sjónvarp, lesið, bloggað, talað, snýtt, prjónað,straujað og svona mætti leeeeeeengi telja!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 14.9.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband