Pínleg atvik

Ţegar ég rifja upp skemmtilegar minningar úr baráttunni, eru ţađ oft mistökin og misheppnađar ađgerđir sem eru hvađ fyndnastar.  Oftast ţykja mér  ţessi atvik ţó ekki fyndin fyrr en tiltölulega  löngu síđar. 

Ef viđ erum leiđar eđa óupplagđar á Stígó, rifjar einhver upp hallćrisađstćđur eins og ţegar viđ héldum haustfundinn frćga og velauglýsta. Rađađ var upp fundarborđi og stólum og viđ fórum samviskusamlega í gegnum alla dagskrána međ Dóru sem fundarstjóra, Díönu sem ritara og Björg sýndi hörmulega boli sem átti ađ selja.   Ég ţrumađi erindi yfir gestunum og framkvćmdaáćtlun og pólitískar áherslur voru bornar fram til  samţykkis.   Á fundinn mćttu tvćr konur. 

Í dag keyrđi ég 40 kílómetra til ţess ađ halda erindi.  Á fundinn mćtti sú sem setti fundinn, fundarstýra, formađur undirbúningsnefndar, viđ fjögur sem fluttum erindi - ţar af karlinn of seint -og tvćr konur.  Öll lékum viđ hlutverkin af mikilli innlifun og töluđum í tvo tíma.  Vonandi fóru ţessar tvćr konur upplýstari heim.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

ha ha ha ... ný saga í safniđ hjá okkur.

Halldóra Halldórsdóttir, 13.4.2007 kl. 02:09

2 identicon

Ţú gleymir einu ađ á fundinum okkar var 100% sala á ţessum líka fínu stuttermabolum og hitt ađ ţessar tvćr konur hafa aldrei aftur sést á Stígó svo viđ hljótum ađ hafa veitt ţeim innihaldsríka frćđslu sem ţćr búa enn yfir sex árum síđar - geri ađrir betur.

Annars erum viđ Dóra svo félagslega seinţroska ađ fundir ţar sem fleiri en 2 mćta á er bara full ,,krátit" fyrir okkur.

kv. formađur pínlegafélagsins

diana (IP-tala skráđ) 13.4.2007 kl. 14:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband