Vinátta í heila kynslóð

Um helgina var gönguhópurinn Lipurtá í Skógarkoti í Þvrárhlíð.  Hópurinn samanstendur af gömlum skólasystkinum mínum úr líffræðinni.  Við kynntumst árið 1975 þegar við byrjuðum nám í líffræði, þó sum hafi þekkst enn lengur eða síðan í Menntaskólanum á  Akureyri.  Það er svo einkennilegt með samferðafólk manns og samnemendur að það hefur mismikil áhrif á mann.  Ég hef verið í skólabekkjum sem ég hef næstum því gleymt og man t.d. aðeins örfá nöfn samnemanda minna úr félagsráðgjöf í Noregi.   Sumir hópar rista dýpra  og má t.d. nefna 12 ára bekkinn minn sem var ótrúlega sterkur hópur sem hefur nokkrum sinnum komið saman í gegnum árin.   Í líffræðinni var eins og við værum lostin einhvers konar  töfrum og námsárin voru eitt samfellt ævintýri.  Gamall prófessor hefur sagt mér að árgangurinn minn hafi verið einstakur og ég held að hann hafi rétt fyrir sér.  Við fórum í nokkrar ógleymanlegar námsferðir um landið.  Í hópnum ríkti  neistandi náttúrufræðiáhugi og úr varð magnaður vinahópur.  Áhuginn var ekki bara  fyrir náminu, úr árgangnum urðu líka til mörg pör sem sum hver hafa haldið saman fram á þennan dag.   Í vinahópnum sem hittist um helgina eru allir líffræðingar nema Tommi og Svana, en þau voru búin að krækja í okkur Júlla Bigga  áður en námið hófst og hafa tekið sér gott pláss í hópnum.   Eftir að við vorum öll búin að eignast börn og koma  þeim upp og farin að eiga tíma fyrir okkur sjálf, fór hópurinn að þéttast aftur og við fórum að taka meiri tíma til samveru og ferðalaga.  Um helgina lögðum við línurnar fyrir sumarferðina. Við ætlum  að skoða Suðurfirðina á Vestfjörðunum, Látrabjarg, Rauðasand, Örlygshöfn o.fl.

Ég finn það þegar ég kem heim úr svona ferð, hversu nærandi það er að eiga svona  góða vini og áhugamál sem eru algjörlegaóskyld vinnunni minni sem ég annars er svo upptekin af.   

IMG_1918IMG_1917IMG_1919


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já mikið er þetta ánægjulegt allt saman. Þið líffræðingarnir getið í leiðinni komið við á Breiðuvík og þú sameinað þín tvö helstu áhugamál.

þóra (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 23:58

2 identicon

Á ekkert að fara að blogga? Þú átt nú aldeilis ekki efni á því að kvarta undan blogg leysi á öðrum síðum þegar þetta er árangur þinn. 

The horse 

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 13:32

3 identicon

Æji, þetta átti auðvitað að vera bruna á Álfhol.

Lilja.

Lilja (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband