Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

"Meðfædd andlitsblinda"

Ég hélt ég væri svo vel verkuð eftir margra ára handleiðslu og leiðsögn.  En ég hef ennþá einstaka veikleika og einn af þeim er skelfilegur.  Mér er ómögulegt að þekkja fólk á förnum vegi og hef skandaliserað ótal sinnum.  Virkilega skandaliserað.  Þetta virkar eins og argasti hroki og mér leiðist það.  Dætur mínar hafa lítinn húmor fyrir þessum veikleika og Kristín kynnir allar sínar vinkonur fyrir mér hátt og skýrt í hvert skipti sem ég hitti þær - svona til öryggis. Og Krissan mín hefur því miður ástæðu til þess að slá þennan varnagla.  Þegar ég var lítil stúlka í sveit þar sem mér langoftast leið vel, kom það fyrir að ég  saknaði foreldra minna og systkina.  Þá fannst mér verst að mér var ómögulegt að kalla fram andlitin í fjölskyldu minni. 

Í dag var ég í handleiðslu hjá frábærum  handleiðara í frábærum  starfshópi.  Þar kom sögu að ein samstarfskona mín sagði án þess að hiksta að hún væri greind með andlitsblindu og önnur hélt áfram eins og ekkert væri að tala um meðfædda andlitsblindu.  Þegar ég hváði- talaði hún eins og þetta væri alþekkt.  Andlitsblint fólk væri ónæmt á andlit og gerði ekki meiri greinarmun á  andlitum en t.d. hnjám fólks. Takk fyrir!  Meðfædd andlitsblinda er til og ég er haldin henni.  Ekki bara ég, Beggi bróðir er bæði litblindur og andlitsblindur.  Þetta er ættgengt.  Ég get ekkert að þessu gert, ég fæddist svona og bið fólk vinsamlegast að kynna sig fyrir mér þegar það reynir að heilsa mér og ég set upp hálfbrosið vandræðalega.


Og forgangsverkefni mánudagsins...........

IMG_2195IMG_2198

Lítil lasin stúlka sem varla hefur lyft höfði frá mjúkum barmi ömmu sinnar..........Ætlum til ofnæmislæknis seinni partinn og leyfa mömmu hennar að koma með .....alveg hreint ótrúlega yndislegur krakki!


Svo kom sunnudagur......

IMG_2191IMG_2186IMG_2192

Kóngsbakkískt morgunkaffi á Álfhóli, en Margrét systir mín hljóp til okkar úr Vesturbænum og kom samtímis Má mági sem kom keyrandi - nei ég meina akandi - eins og systir mín myndi segja.   Garðar tengdasonur minn og Kristín dóttir mín komu í holli tvö með deig í súkkulaðiköku. Og svo var dansað við litla  lasna stúlku, henni til ánægju.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband