Svei mér þá ef ég fer ekki að prófa mig áfram á blogginu aftur...

andlitsmynd 6 viknaÞað voru nokkrar ástæður fyrir  því að ég hætti að blogga á  sínum  tíma.  Áttaði mig á  því að það  sem var hvað persónulegast og skipti mig mestu máli, átti ekki heima í þessum sýndarheimi.  Langaði alls ekki að deila því með hverjum sem væri. Og þá hefði verið falskt að skrifa um daginn og veginn eins og ekkert hefði í skorist. 

Síðan ég skrifaði seinast hefur  margt og mikið gerst í mínu lífi og annarra Álfhólsbúa. Nenni ekki að fara að  tíunda það.  Þess ber þó að geta að  við höfum það öll alveg ljómandi gott miðað við rosalegar sviptingar í fjármálaheiminum. 

Það nýjasta sem  sameinar okkur öll í mikilli eftirvæntingu er  þessi yndislega  hvolpastelpa  sem Krissan mín er að fara að eignast eftir tæpan mánuð.  Er vægast sagt spennt og hef ekki hugmynd um hvort ég muni verða svo lánsöm að fara  að elska hana og tengjast henni. Er  alltaf hrædd um að ég hafi ekki pláss fyrir  fleiri að láta mér þykja vænt um.  Við sjáum  til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lysi anaegju minni her med ad tu hafir akvedid ad hefja blogglif ad nyju. Hundurinn er algjort beauty hlakka til ad kola ad klappa henni. Of. Fraenka ykkar

snjolaug fraenka (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 21:08

2 identicon

Gunna mín

Það hvarlaði ekki að mér að það ætti eftir að koma hundur inn á mitt heimili og hvað þá að mér ætti eftir að fara þykja vænt um hann, þar sem ég er nú engin hundavinur . En þegar ég sá litla hvolpaskottið mitt fyrst þá bara var ekkert aftur snúið, hann bræddi mig alveg :-)    Ég er alveg viss um að litla hvolpastelpan á sko eftir að bræða þig á fyrsta degi.

Kveðja Pála hundamamma

Pála (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 12:02

3 Smámynd: Álfhóll

Takk fyrir þetta Pálan mín.  Hingað til hef ég tengst mínu fólki og jafnvel krökkum mágs míns og "systur".  Veit bara aldrei fyrirfram..  svo ég segi eins og þú sagðir áður en Brúnó kom til þín; "svolítið spennt og svolítið kvíðin".  Bestu kveðjur og farðu nú að sýna okkur hundinn þinn.

Gunna

Álfhóll, 8.10.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband