Ný vídd í tilveruna

Veit ekki hver materialismi minn endar.  Virðist vera að færa mig rosalega upp á skaftið, því nú er ég búin að fá óperur og dásamlega klassíska tónlist inn á fína símann minn, sem ég er enn að læra á.  Hjólaði á nýja fína hjólinu mínu í vinnuna í morgun með dúndrandi óperur í eyrunum, hvílíkur unaður.  Í vinnunni sagði nýi fíni tölvukarlinn okkar mér að ég gæti líka skoðað kvikmyndir í græjunni í flugi og svona.  Það verður næsta atriði.......  finnst þetta bara skemmtilegt, er að velta fyrir mér hvað ég eigi að kaupa mér næst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Gunna mín - Ég ætla ekkert að vera ofsalega leiðinleg en veistu - til að framleiða einn farsíma þarf víst um 75 kg af hráefni? En þú sparar nú heilmikið hráefni þegar þú hjólar í stað þess að keyra þig í vinnuna!

Í gær skilaði ég handritinu mínu í umbrot, fór svo vestur á firði og sigldi yfir Breiðafjörðinn.  Í dag fór ég um Snæfellsnes. Hitti fullt af frábærum krökkum og kennurum sem eru að basla í umhverfismálunum og standa sig æðislega vel. Óli er í London fram á sunnudag. Ég væri alveg til í nokkrar tinda í nágrenni Reykjavíkur eða fá að sjá fína hjólið þitt.

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Árni Birgisson

Gunna.

Sem öryggisþenkjandi einstaklingur vil ég, bara svona áður en þú ferð með tæknina upp á næsta skref, benda þér á að það er ekki æskilegt að hjóla í vinnuna og horft er á kvikmyndir í nýja símanum.  Meira að segja þó um fjölhæfa konu sé að ræða.

Með bestu kv. úr bleyjum og brjóstagjöf.  Árni frændi

Árni Birgisson, 29.4.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Álfhóll

Sigrún mín, get ekki beðið eftir bókinni þinni. Tommi fer út á laugardag og ég vona að ég muni hafa orku í einn lítinn sætan fjallstopp með þér. Verðum í sambandi.

Og Árni minn, hvernig væri að þú færir að sinna blogginu þínu maður.  Skal játa fyrir ykkur að þó ég sé góð í að láta það hljóma eins og ég stigi bara ekki af hjólinu, hef aðeins hjólað tvisvar............. finnst það reyndar ótrúlegur árangur.  Bestu kv. gj

Álfhóll, 30.4.2008 kl. 15:45

4 Smámynd: Garún

Þetta er opnunaratriði á bíómynd.  Þú með Ipone að hjóla með "the flower duet" í eyrunum.  Kannski ég steli þessi bara!   hahaha

Garún, 5.5.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband