Góð byrjun á deginum

Á leiðinni í vinnuna í morgun kom ég við í bakaríi því ég átti von á  gestum á Stígamótum. Í bakaríinu voru feðgar á undan mér í röðinni. Drengurinn virkaði u.þ.b. þriggja ára.  Þeir tóku góðan tíma í að velja  það bakkelsi sem þá  langaði mest í og keyptu kókómjólk með.  Svo settust þeir niður og fengu sér að borða.  Á meðan ég var að versla komst ég ekki hjá því að heyra samræður þeirra  feðga.  Sonurinn naut þess að borða kleinuhringinn sinn og spurði á milli bita "Pabbi, hvað þýðir að vera hamingjusamur"? og pabbinn leitaðist við að svara........á  einhvern hátt sem ég heyrði ekki. Gat ekki annað en gengið til þeirra  til þess að dáðst að þeim og  á eftir  mér kom önnur  kona og blandaði sér í samræðurnar......."þetta bjargaði deginum" sagði hún og við skildumst öll brosandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband