Fjórar kynslóðir saman í Stykkishólmi

Ég var að fá nýja tölvu.  Fína, næstum hægt að stinga henni í vasann.  En er ekki búin að setja  inn á hana allt sem ég þarfnast.  Vantar enn að geta sett inn myndir.  Við Tommi vorum að passa Hjartagullið mitt og Tommsann minn frá  því á fimmtudag, foreldrarnir í foreldraorlofi í London.  Ákváðum að gera úr því ævintýri og fórum í fallaga bústaðinn sem Starfsmannafélag Kópavogs á í Stykkishólmi og buðum mömmu og pabba með.  Þarf enn að taka til í andlitinu á mér þegar dætur mínar sækjast eftir félagsskap okkar. Krissan mín kom á eftir okkur því Garðar var upptekinn.  Þóra  og Katla ætluðu að koma líka en drifu ekki úr bænum.  Við fórum í góðan bíltúr til Grundarfjarðar í fallegu veðri og sáum ungan og fallegan örn.

Tommi og Kristín sóttu krækling í matarkistu Breiðafjarðar sem við elduðum við mismikla hrifningu.  Tommsinn gat kjaftað úr "transformans" fyrirbæri.  Það eru "karlar" sem geta breytt sér í ýmislegt. Þessi gat breytt sér í þotu.  Elskulega barnabarnið mitt lenti í siðfræðilegri togstreitu, hann er svo politically correct uppalinn.  Snéri sér að Kristínu, rétti henni fyrirbærið og spurði hvort henni þætti hann nokkuð ofbeldislegur?  Henni þótti það og mér líka, en hann sagði að mikill brjóstkassi á  fyrirbærinu væri til þess að hann ætti auðveldara með að knúsa.  Drengurinn er að taka þroskakipp og er að springa úr  orku.  Á leiðinni í sveitina sporðrenndi hann pulsu í brauði á methraða, borðaði alla súpuna sem afi hans hafði keypt, kjúklingabita og franskar, 1/2 sneið af pizzu og bað þá um brauðsneið með smjöri sem hvarf ofan í hann.  Á meðan hann  tuggði hafði hann mikinn áhuga á hvað yrði í eftirrétt og auðvitað fékk hann eftirrétt. 

Annsan er líka að taka þroskakipp.  Hún gerði það sem hún hefur ekki gert áður, hún svaf uppí hjá langömmu sinni og langafa og  var ánægð með að treysta  sér til þess.  Saman horfðum við á  mús fyrir utan gluggann og mér fannst hún .......svona eiginlega allt í lagi........spennandi.  Ég æpti ekki og gat skoðað hana í rólegheitum.  Hvert okkar hefur eiginlega tekið mesta þroskakippinn, börnin eða amma  þeirra, ég bara spyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krúttleg færsla. Velkomin í bloggvinahópinn!

Edda Agnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 00:03

2 identicon

Hér á bæ er ung dama mjög ánægð með heimsókn til nöfnu sinnar;

,,mamma i leikskólanum mínum eru tvö klósett og Guðrún á tvær kisur.... skemmtilegt og skríðið...(hlátur), má ég fara aftur til Guðrúnar og fara i heita pottinn?"

Takk fyrir góðar móttökur og skemmtilegheit - knús til fallegu Kötlunnar

kv día

día og Guðrún Edda (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 21:23

3 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Frábær útskýring Tomma á miklum brjóstkassa Transformer-kallsins :) Þetta sýnir bara að það er hægt að horfa á flest í gegnum alls konar gleraugu. Skarpur strákur :)

Thelma Ásdísardóttir, 14.1.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband