Góð ráð óskast um ferðamáta í Asíu

Á heimasíðu Álfhóls hefur ekkert sérstaklega verið óskað eftir viðbrögðum við skrifum húsmóðurinnar, enda þau ekki til þess fallin að hafa um þau gáfulegar athugasemdir.  Nú ætla ég að prófa hvernig þessi skrýtni miðill virkar og óska eftir ráðum frá lesendum. 

Við hjónin eigum  við lúxus"vandamál" að stríða. Við erum að fara til Nepal í byrjun desember sem er mikið ævintýri í sjálfu sér, en í leiðinni  viljum við skoða fleiri lönd í nágrenninu.  Indland t.d. er ótrúlega spennandi, en svo yfirþyrmandi að okkur fallast hendur við að ákveða hvert við ættum að fara og hvernig við ættum að haga okkur.  Við óskum eftir góðum ráðum um staði og ferðamáta......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

o en spennandi,

hvernig væri að hafa samband við Guðbjörgu okkar - en eins og þú veist sennilega er hún núna á Indlandi.

Kíki á þig fljótlega,

kv dia

diana (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 22:53

2 identicon

Oh ef það væri svo gott að ég gæti gefið ráð en ef þú vilt vita eitthvað um Dundee í Skotlandi eða Ommen í Hollandi þá er ég alltaf til taks! Þið gætuð verið jólin í Dundee, gamlárs í Ommen? Hvað segirðu um það? Nei ok Nepal er meira fútt!

Annars getur dóttir þín lóðsað þig um Ommen...enda ferðuðumst við mikið þarna í kring sjoleiðis, á hlaupahjólum, gangandi og bara nefndu það:)

Kristín Þóra, heimilsköttur til margra ára. (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 14:21

3 Smámynd: Álfhóll

Elskulegu Kristín Þóra og Díana.

Veit að þið getið lóðsað okkur um Kína, Skotland og Holland með meiru. Er ekki alveg viss um að ég hafi áhuga á leiðsögn ykkar Krissu minnar um Ommen.....  Nú erum við búin að bæta  Dehli á Indlandi við... get ekki beðið...

Álfhóll, 2.10.2007 kl. 18:29

4 identicon

Sæl kæra fjölskylda

Hef því miður aldrei ferðast um Indland, en vildi benda ykkur á þessa síðu sem ég hef notað til að bóka hótel í Kína og Thailandi. Frábær þjónusta, snögg og góð.

http://www.asiarooms.com/

 Kveðja, Áslaug

Áslaug (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 20:44

5 Smámynd: Garún

Þið eruð nú meiru töffararnir.  Því miður get ég ekkert aðstoðað ykkur varðandi þetta mál.  En ef þið viljið vita hvernig á að keyra frá Bergen til Osló.  Then I am your woman

Garún, 2.10.2007 kl. 21:25

6 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Ditto. En ég veit heilmikið um akstur í Þingholtunum...

Halldóra Halldórsdóttir, 2.10.2007 kl. 21:32

7 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Reyndar á ég vinkonu sem er öllu kunnug í norðurhluta Indlands - get sett þig í samband við hana.

Halldóra Halldórsdóttir, 2.10.2007 kl. 21:33

8 identicon

Hef aldrei komið til Indlands en ef þú vildir vita eitthvað um Perú þá .... 

En hún Þóra Bryndís, fyrrum samstarfskona mín hjá Landvernd, er í Indlandi núna. Hún var þar fyrst í skóla og ætlar svo að vera í hjálparstörfum fram að áramótum. Ég man reyndar ekkert hvar á Indlandi hún er en bloggið hennar er:   http://www.thorabryndis.blogspot.com/  

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 23:36

9 identicon

Oh spennandi

Má ég koma með verð með eitt ungabarn  

Snjólaug frænka (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 20:59

10 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Það eina sem ég veit er að maður getur ekki gert ráð fyrir enskumælandi fólki og að fólk heillast auðveldlega :)

Thelma Ásdísardóttir, 3.10.2007 kl. 22:24

11 Smámynd: Dísa Dóra

Veit því miður mjög lítið um Indland og Nepal en gæti leiðbeint þér vel um Svíþjóð :)

Dísa Dóra, 4.10.2007 kl. 11:13

12 identicon

Rakst inn á þessa síðu af algjörri tilviljun en svo skemmtilega vill til að ég bjó á Indlandi í fimm mánuði og ferðaðist þar um allt. Ef þú vilt skoða norður Indland mæli ég með því að þið leigið bíl (þið þurfið að prútta hvar sem þið komið) - en með þeim fylgja iðulega bílstjórar (sem tala reyndar sjaldnast neina ensku svoleiðis að ferðaáætlunin þarf að vera nokkuð klár áður en lagt er í hann).

Staðir sem nauðsynlegt er að heimsækja eru Taj Mahal hofið í Agra, bleika borgin Jaipur, eyðimerkurbæir á borð við Jaisalmer og Bikaner (þar er líka hægt að vera í eyðimerkursafarí á úlföldum sem er mikil upplifun. Mæli með tveggja daga ferð þar sem er gist eina nótt í eyðimörkinni, það er alveg nóg) og heilagi bærinn Pushkar.

Ég var ekkert sérstaklega hrifin af Dehli þótt geðveikin þar sé upplifun út af fyrir sig!

Annars er listinn eiginlega óendanlegur... Indland er algjört ævintýri. Ég mæli sérstaklega með því að þræða ekki endilega túristastaðina heldur rölta aðeins út fyrir til að skoða sig um. Lonely Planet er ágætis biblía hvað varðar grunnupplýsingar. Eini gallinn er að staðirnir sem mælt er með á borð við hótel og veitingastaði hafa gjarnan liðið fyrir auglýsinguna að því leyti að þeir eru orðnir okurbúllur uppfullar af túristum.

Góða ferð :)

Sigrún (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 16:58

13 Smámynd: Álfhóll

Ekki datt mér í hug að þessi miðill væri svona öflugur.  Ég þakka kærlega upplýsingarnar, jafnt þessar um Þingholtarúntinn, Svíþjóð, Perú og fleiri lönd og ekki síst síðustu athugasemdina.  Kem aftur að þessu síðar.  Ferðin er að byrja að taka á sig mynd og við munum vanda  okkur eins og við getum.

Álfhóll, 6.10.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband