Í hestamennsku með fjölskylduna!

IMG_3297IMG_3298IMG_3301IMG_3295Ég fór í langþráða hestaferð með Hjartagullinu mínu og Ástu vinkonu á sunnudaginn.  Við Ásta elskuðum hestamennsku þegar við vorum stelpur,en það  eru u.þ.b. 40 ár síðan við fórum síðast saman á hestbak. Annsan mín fannst mér eins og mamma hennar endurfædd þegar við vorum með Andvara í fóstri í gamla daga á Laugarbakka í Miðfirði.  Hún naut sín til fullnustu, datt inn í eigin heim eins og mamma hennar gerði þegar henni leið virkilega vel.  Mikið rosalega var þetta gaman. Í hestamennsku með fjölskylduna!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Birgisson

Ég les þessa færslu sem svo, að búið sé að bjarga Önnu frá þessu fótbolta óláni.  Spurning hvort amman hafi ekki haft rétt fyrir sér, þrátt fyrir hávær mótmæli dætra sinna.  Með hesta kveðju. Árni frændi

Árni Birgisson, 24.9.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Álfhóll

Árninn minn, þú skilur mig svo vel! Held að Anna hafi eða muni frelsa sig sjálf.  Ættum við að slá í eitt eða tvö hross saman, angarnir tveir Bigga og Tomma. 

Bestu kv

Álfhóll, 25.9.2007 kl. 13:31

3 Smámynd: Garún

Hestar eru málið.  Hér með er formlegt boð í Hestferð, þegar dýrin koma úr Hagagöngu í desember.  Góður túr og kakó.

Garún, 26.9.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband