Hjartagullið mitt er 8 ára í dag..............

IMG 3096

Það var ný vídd í tilveruna að verða amma. Barnabarnið sem ég hef átt lengst og hefur þar af leiðandi glatt mig mest er hún Anna mín.  Mér hlýnar allri bara af að hugsa til þessarar blíðu og kláru og skemmtilegu stelpu.  Er að velta ýmsu fyrir mér í gjafamálum........... En vil gjarnan fá uppástungur  um góða afmælisgjöf...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn Anna og aðrir Álfhólsfjölskyldumeðlimir! :)

Kristín Björk (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 16:56

2 Smámynd: Álfhóll

Til hamingju sjálf elskulega systurdóttir mín.  Var í burtu á afmælinu þínu, en mundi eftir því.

Sjáumst fyrr en síðar.

Guðrún 

Álfhóll, 18.9.2007 kl. 17:44

3 identicon

Þú átt ekki roð í afmælisgjöfina frá mér!

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 17:44

4 identicon

Mæli með "hlutlausri" gjöf. Fjöruferð eða fjallgöngu, ferð í leikhús .....

Sigrun Helgadottir (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 20:03

5 Smámynd: Álfhóll

Sigrún mín, það er ekki tilviljun að við erum búnar að vera vinkonur í áratugi.  Það varð hestaferð með kaffihúsaferð á eftir.. Og Kristín rottan sem þú gafst henni er versta  gjöf sem ég hef nokkurn tímann séð........

Álfhóll, 18.9.2007 kl. 21:16

6 identicon

hæ amma,

Er reyndar búin að óska flottu Önnunni til hamingju með daginn en vil óska ömmunni til hamingju með hjartagullið sitt - trúi að skottan þín hafi verið alsæl með afmælisgjöfina enda er amman nösk á að finna út hvað það er sem fólkið hennar elskar og láta það rætast.

yfir í allt annað...... til hamingju með sjónvarpsþátt kvöldsins - vel gert að vanda.

kv. Día pía

diana (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 23:05

7 identicon

Kristín. Bíddu bara. Ég á þó kött sem mun gæða sér á afmælisgjöfinni frá þér - og það fyrr en varir. -Hvernig ætlar þú að losa þig við albínóarottuna sem ég mun mæta með á sængina til þín?

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 23:47

8 identicon

Eftir að hafa reynt að senda afmæliskveðju til Önnu minnar í gegnum blog móður hennar þá ákvað ég að snúa mér til ömmu sem ég veit að góðri reynslu að skilar kveðjunni. Anna deilir afmælisdeginum með mömmu minni svo eftir öll þessi ár, síðan ég var á Mýri,  þá hugsa ég alltaf til Önnu minnar þann 18. 09. Elsku Anna til hamingju með daginn ég trúi varla að þú sért orðin 8 ára  hvert fara árin???

bestu kveðjur til ykkar allra

Linda Ósk

Linda Ósk (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 18:36

9 identicon

Linda- langt síðan við höfum sést. Gaman að heyra frá þér. Til hamingju með afmæli móður þinnar og bið að heilsa fjölskyldunni þinni.

Sóley- ég særi engan ef ég sendi Garðar með albínóarottuna til dýralæknis í svæfingu af sænginni. Barninu gæti ekki verið meira sama. En ertu að hugsa um að hafa rottuna með 3 eða 4 fótum?

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 09:52

10 Smámynd: Garún

Til hamingju með ömmu barnið...Ég ætla að verða svona amma eins og þú.  Gaman samt þetta með rottuna, ég skal taka hana, mér finnst rottur æðislegar.  

Garún, 21.9.2007 kl. 20:58

11 Smámynd: Álfhóll

Krissan mín. Eftir þessar gáfulegu athugasemdir hefur mér tvisvar verið óskað til hamingju með væntanlegt barnabarn! Ég ætla hvorki að staðfesta þá frétt eða neita henni!  Frábært að fá lífsmark frá þér yndislega Lindan okkar frá Mýri. Það er leitun að fóstrum eins og þér.  Það hefur aðeins eðalfólk komið að uppeldi barnabarnanna minna. Neita að kalla þig fræðing, þú ert bara dásamleg fóstra í gælumerkingu þess orðs.  Og Garún mín, langar þig virkilega í þriggja lappa rottu? Ef það væri í mínu valdi, væri rottan flutt til þín, ég mun ekki heimsækja stóru barnabörnin mín fyrr en rottan  er horfin af heimilinu.

Álfhóll, 22.9.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband