Óhugguleg tíðindi!

Á þessari heimasíðu, var meiningin að fjalla um  hið ljúfa hversdagslíf á Álfhóli.  Hér átti aldeilis ekki að fjalla um vonsku heimsins, eða koma með djúpar pælingar, nóg um það annars staðar.  Í mesta lagi að segja frá einu og einu barnabarni eða afríkublóminu mínu. 

Í dag hringdi lögreglan í Tommsann minn og spurði hvort hann væri byssueigandi.  Hann jánkaði því og svitnaði um leið.  Ástæðan er sú að þegar  hann ætlaði til rjúpna fyrir  jól með Begga bróður mínum og Jóni syni hans, þá fannst ekki byssan.  Hann snéri öllu við í húsinu og í læstum bílskúrnum þar sem byssan átti að vera í öruggri fjarlægð frá barnabörnunum okkar. Ekki fannst byssan.  Ég var farin að halda að á heimilinu væri einhvers staðar gap sem gleypti jólaskraut, barnaföt og fleira sem týnst hefur á undanförnum árum.  Við ræddum um að tilkynna lögreglunni um hvarfið, en fannst það svo fáranlegur möguleiki að henni hefði verið stolið að við gerðum það ekki. 

Í dag fengum við skýringuna á því að byssan væri týnd.  Hlaðin byssan fannst í poka bundin uppi í tré í Laugardalnum!   Ég afber varla tilhugsunina um að glæpamaður hafi rofið svo gróflega friðhelgi einkalífs okkar og hafi ágirnst byssu mest af okkar jarðnesku eigum, en skilið eftir bíl, myndavél, myndband og allt hitt sem venjulega er hirt.  Enn óhuggulegra er að hafa haft fyrir því að hlaða byssuna og skilja hana svo eftir á víðavangi.  Það er áfall að verða fyrir barðinu á svo harðsvíraðri glæpamennsku!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Verulega óhugnanlegt. Illt til þess að hugsa hvað margt getur farið fram undir radarnum hjá manni, svona nálægt.

Halldóra Halldórsdóttir, 18.6.2007 kl. 18:46

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Úff!!! en óhugnanlegt! En veistu hvað byssan var að gera uppí tré???

Thelma Ásdísardóttir, 18.6.2007 kl. 19:58

3 identicon

Þetta er HRÆÐILEGT! Ógeðslegt að hugsa til þess að einhver hafi komið inní bílskúr á Álfhólsveginum óboðinn. Hver ætli hafi gert þetta? 

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 20:46

4 identicon

pottþétt Björgvin!!!

þóra (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband