Lítil stúlka í sjúkrabíl

Katlan okkar er svoddan grjón  að hún smýgur alls staðar.  Hún var í pössun hjá Kristínu móðursystur sinni í dag og tókst að detta úr  stólnum sínum þó hún væri bundin.  Hún missti meðvitund og frænkan hennar þurfti að skvetta á hana vatni til þess að hún rankaði við sér. Svo var hún að  detta inn og út um stund.  Hún fór í sjúkrabíl upp á spítala í skoðun og þar var  sagt að allt væri í  lagi með hana.  Hún sofnaði strax, en ef hún fer að kasta upp á að fara með hana uppeftir.  Hræðilegt alveg, en fór betur en það hefði getað  gert.  Vorkenni Krissunni minni eiginlega enn meira.

IMG_1884

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Litli engillinn.  Hræðilegt að þurfa að fara í sjúkrabíl og uppá spítala. Skil mæta vel að allir skuli hafa verið grátbólgnir. Ég táraðist næstum við að heyra fréttirnar. En yndislegt að hún hafi vaknað eldhress eftir smá lúr - hún þolir greinilega ýmislegt hún Katla. 

Dagný Rut Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband