Helgi á Álfhóli

 

Það góða við að þrífa sjaldan er að breytingin verður  svo mikil og allt verður svo skínandi hreint og fallegt.  Í gær þrifum við og fórum svo í mat til Begga og Rósu.  Var að hugsa um að bjóða aldrei neinum heim, til þess að hreinlætið myndi vara sem lengst.  Í  morgun hringdi Sóley og vildi koma á Álfhól og baka bollur.  Þær misheppnuðust alveg eins og þær gera alltaf hjá mér.  Aldrei, aldrei, aldrei vatnsdeig aftur á þetta heimili.  Fór út og keypti bollur sem minntu á bréf og svo kom bara brot af mínum allra nánustu.........

IMG_1943IMG_1940IMG_1955IMG_1948IMG_1953


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er að ólöstuðum einn færasti vatnsdeigsbakari á landinu ..... humm eða þar til rétt áðan því í fyrsta sinn í 25 ára sögu minni sem vatnsdeigsbollusnillingur þá misheppnuðust þær - þ.e. útlitslega séð .... bragðið la la, svona rétt hægt að slafra í sig nokkrum.

annars vorkenni ég þér ekki þó vantsdeigsbollugerð liggi ekki fyrir þér Guðrún mín því þú getur gert flest annað betur en aðrir.

kv. úr Hafnarfirðinum frá mömmu nöfnunnar

diana (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 18:29

2 identicon

Þið eruð frábær fjölskylda, ég er ríkari að hafa fengið að taka þátt með ykkur í nokkur ár.

Kveðja Anna Kristmunds. 

Anna Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 22:21

3 identicon

Og elstyngsta barnabarnid thitt bara bollulaust i utlondum..

Kristín Alma (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 10:55

4 identicon

Af hverju eru ekki myndir af bollunum sem þið bökuðuð??

Kristín Björk (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband