Það heyrðist í lítilli tönnslu á Álfhóli í gær.

Ég var búin að  taka eftir því að Katla var loksins að byrja að bólgna í neðri góm og um morguninn og í hádeginu hlustaði ég eftir hljóði með því að strjúka skeið um góminn hennar Kötlu minnar.  Um miðjan dag, þegar Ásta vinkona var í heimsókn hjá okkur, gerði ég enn eina tilraunina og viti menn? Það heyrðist tannhljóð, það var sprungið fyrir einni lítilli tönnslu í neðri góm.  Það var ekki skrýtið þó Kristín mín og Kristín Alma "skábarnabarn" mitt kæmu æðandi á Hólinn og afinn væri að rifna úr monti lokaður inni á fundi. En Katlan var sallaróleg yfir þessu og hélt bara áfram að taka til fyrir afa og ömmu.

IMG_1923

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég kom þá sást nú bara í tönnina. Þú gleymir að taka það fram og líka að þetta er flottasta tönn sem ég hef séð. 

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 20:11

2 identicon

Til hamingju með nýju tönnina.  Geri ráð fyrir að amman hafi brunað út í búð og keypt tannkrem og tannbursta ;)

Kveðja

Snjólaug

Snjólaug (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 09:57

3 identicon

Jæja, ég er búin að gefast upp á að tuða í Kristínu um að koma norður. Svo ég beini þessu beint til yfirvalda! Ég vil Álfhólsfólkið til Akureyrar!

Dagný Rut Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 13:04

4 identicon

Ekki vitlaus hugmynd Dagný mín.

Það var á dagskrá allan janúar að við kæmum öll norður, búið að panta íbúð o.fl. en það er eins og dagskráin sé ótæmandi hjá okkur öllum.  Þvílík verkefni og skuldbindingar og ferðalög, svo ferðin var aldrei farin.  Ennþá er það á óskalistanum hjá Tomma að fara á skíði með dætrum sínum á Akureyri - eða í öðru plássi nokkru norðar sem þú þekkir ekki síður en hann frændi þinn. 

Nú finnst mér að ég muni eiga allan heimsins tíma eftir 8. mars, en er einmitt þess vegna búin að setja ansi margt á dagskrá þá.  Komdu bara við á Álfhólnum hjá okkur næst þegar þú verður á ferðinni. Og gangi þér sem allra best.

gj

Guðrún (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband